Í janúar 2024 hófst vinna við breytingu á gildandi deiliskipulagi Ölkeldudals og samsvarandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.
má sjá í vefsjá Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn ákvað þann 14. desember 2023 að rýna og undirbúa mögulega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals í þeim tilgangi að þróa svæði við Ölkelduveg og ofanverðan Hrannarstíg og í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til íbúðar og útivistar.
Um er að ræða spennandi svæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþrótta-mannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólasvæðis til framtíðar.
Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að Paimpolgarður verið fallegur og gróðurríkur með samspili við vatn.
Nýjar lóðir og hagkvæm nýting gatna og annarra innviða sem fyrir eru.
Blágrænir innviðir nýttir við meðhöndlun ofanvatns og til að fegra umhverfið.
Paimpolgarðurinn verði akkeri Ölkeldudalsins með góðar tengingar við svæði í kring, m.a. skóla og íbúðarhverfi. Hann verði blágrænn votlendisgarður til leikja, dvalar og útivistar allan ársins hring fyrir íbúa Grundarfjarðar. Vinabæjartengslum við Paimpol verði þar gerð skil og unnið með sögu og eiginleika svæðisins, sem áður var Steinatjörn. Einnig verði horft til skjólgóðra og sólríkra dvalarsvæða í garðinum.