LÓÐIRNAR VERÐA AUGLÝSTAR LAUSAR TIL ÚTHLUTUNAR xxxxxxxxxx
Um er að ræða lóðir fyrir fjögurra íbúða raðhúsalengju sunnan Paimpol garðsins og garðurinn myndar aðlaðandi baksvið. Nálægt skóla, íþróttaaðstöðu og útivistarsvæði við suðurjaðar bæjarins.
Ölkelduvegur 18: 436 m2
Ölkelduvegur 20: 279 m2
Ölkelduvegur 22: 276 m2
Ölkelduvegur 24: 442 m2
Gönguleiðir í skóla: Þessi staðsetning er bara steinsnar frá grunnskóla, íþróttahúsi og sundlaug en leikskóli og framhaldsskóli er um 600 m í burtu.
Umhverfisgæði: Kirkjan, dvalarheimilið og íbúðir eldri borgara eru einnig rétt þarna við. Lóðirnar eru við bæjarjaðarinn, skammt frá skógræktarsvæði og reiðvegur liggur sunnan/ofan við svæðið, en hann nýta bæjarbúar einnig til útivistar. Þaðan eru líka skemmtilegar gönguleiðir ofan byggðar, frisbígolfkörfur og ölkelda í grenndinni.
Stuttur spölur er í Grafargil sem er þröngt gljúfur með fallegum fossum. Þar og víðar í nágrenninu eru heimkynni huldufólks. Sjá hér umfjöllun um álfabyggð.
Brekkurnar Hærra og Lægra Hellnafell mynda ramma um svæðið og skapa hlýlegt umhverfi.
Steinatjarnartúnið/Paimpolgarðurinn liggur rétt norðan við lóðirnar. Í deiliskipulagi er stefnt að því að garðurinn verði skjólsæll, sólríkur, gróðurríkur og aðlaðandi sem íverusvæði til leikja, dvalar og útivistar allan ársins hring fyrir íbúa og gesti. Aðlaðandi votlendissvæði verði í hluta garðsins
Listaverkin Sýn eftir Steinunni Þórarinsdóttur, Veðurlistaverk Sólrúnar Halldórsdóttur, háhyrningur Unnsteins Guðmundssonar og steinarnir hans Listons eru öll í næsta nágrenni, sjá umfjöllun hér.
Lóðirnar eru innan nýs Deiliskipulags Ölkeldudals sem tók gildi í júlí 2025. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á hverri lóð sé 130 m2 og hámarkshæð húss 4,5 metrar, þ.e. 1 hæð.
Lögð er áhersla á að Paimpol garðurinn sé vel tengdur með stígum við aðkomusvæði við Hrannarstíginn, aðliggjandi útivistar-, íbúðar-, skóla- og íþróttasvæði, Fellaskjól og íbúðir fyrir aldraða. Einnig notkun gróðurs og gegndræps yfirborðs í tengslum við blágrænar ofanvatnslausnir, til fegrunar á umhverfinu, skjólmyndunar og til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Nánari upplýsingar í skipulagsgögnum.
Sjá hér upplýsingar um deiliskipulag
Sjá hér til hliðar götumynd af ja.is, hún opnast ef smellt er á myndina. Fleiri myndir eru hér fyrir neðan.
Sjá hér verðgrunn gatnagerðargjalda á vef Hagstofunnar.
Dæmi: (reiknað í janúar 2024, háð mánaðarlegum vísitölubreytingum)
200 m2 einbýlishús: 4,6 millj. kr.
120 m2 íbúð í parhúsi: 2,4 millj. kr.
120 m2 íbúð í fjölbýli: 2,2 millj. kr.
80 m2 íbúð í fjölbýli: 1,4 millj. kr.